Tix.is

Um viðburðinn

Fyrsti burlesk-brönsinn á Íslandi! Hótel Holt býður upp á glæsilegt brönshlaðborð og skemmtikraftar munu skemmta undir meltingu. Byrjaðu tjúttið snemma og svífðu á burleskvængjum í jólagjafainnkaupin.

Fram koma:

Hinn fagurlimaði sirkusfoli Mr. Gorgeous,

hin ótrúlega burleskmær Maine Attraction

Margrét Erla Maack, burleskdrottning Íslands,

Tiger Bay, Miss Coney Island 2017.


Sýningin er bönnuð innan 20 ára og hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.


Hlaðborðið er opnað kl. 12 og hefst sýning stuttu síðar.


Sóttvarnir:

Við hvetjum gesti til að spritta sig áður og eftir en hlaðborðs er notið. Grímuskylda á hlaðborði en að sjálfsögðu ekki meðan matar og drykkja er notið.

Við krefjumst hraðprófs.

Við hvetjum hvert og eitt til að sinna sínum persónulegu sóttvörnum.