Tix.is

Um viðburðinn

Pétur Kristjánsson, ein skærasta poppstjarna Íslands, lést aðeins 52 ára. Hann hefði orðið sjötugur 7. janúar 2022 og af því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Bæjarbíói. Fjórtán ára hóf Pétur tónlistarferilinn sem bassaleikari í Pops, en söng síðar með nokkrum af þekktustu hljómsveitunum landsins, Náttúru, Svanfríði, Pelican, Paradís, Póker og Start. Allir þekkja lögin Jenny darling, My glasses, Rabbits, Seinna meir og Superman.

Söngvarar:

Eiríkur Hauksson, Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Þorgeir Ástvaldsson.

Hljóðfæraleikarar:

Ásgeir Óskarsson, Sævar Árnason, Ásmundur Jóhannsson, Björgvin Ploder, Jón Ólafsson, Gunnar Hermannsson, Jóhann Ásmundsson, Sigurgeir Sigmundsson, Tryggvi Hubner, Guðmundur Jónsson, Óttar Felix Hauksson,  Kristján Edelstein, Davíð Karlsson, Nikulás Róbertsson og Pétur Hjaltested. 

Kynnir: Gulli Helga.

Einstakur viðburður með landsliði íslenskra tónlistarmanna.