Tix.is

Um viðburðinn

Vegna sóttvarnarreglna verður takmarkaður miðafjöldi í boði eða samtals aðeins 100 miðar. Tvö 50 manna sóttvarnarhólf verða til staðar.

Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju, kemur fram á orgeltónleikum í kirkjunni á öðrum degi jóla, 26. desember klukkan 17:00. Á tónleikunum leikur hann ýmis verk eftir Johann Sebastian Bach og frönsk tónskáld.

Hægt er að fá miða við inngang og á tix.is 

Miðaverð er 3000 krónur en ókeypis er fyrir börn, 16 ára og yngri.

Efnisskrá

Johann Sebastian Bach (1685–1750)

- Praeludium, andante et fuga, G-dúr BWV 541
- Pastorale BWV 590

Louis Claude D´Aquin (1694–1772)

- Noël VIII Étranger
Sur les jeux d'anches sans tremblant et en duo

- Noël IX
Sur les flûtes

Alexandre Guilmant (1837-1911)

- Élévation sur un Noël de Saboly ´Pastre Dei Montagno´ op. 60

- Élévation sur le Noël `Or nous dites Marie´ op. 60

- Offertoire sur le Noël ´Joseph est bien marié´ op. 60

Charles Marie Widor (1845–1937)

- Symphonie Gothique op. 70 nr. 9
II Andante sostenuto

- Symphonie op. 42 nr. V, F-dúr
V Toccata