Tix.is

Um viðburðinn

Óvenjulegt fullorðinskvöld í menningarmiðstöð Miðbæjarins.

Margrét Erla Maack býður glæsilegustu kabarett- burlesk- og fullorðinssirkuslistamönnum heims með sér í fullorðinslegt jólaævintýri. Fram koma: Hin óútreiknanlega dansmær Tiger Bay (New York), Dragundrið Gógó Starr, The Maine Attraction (New York) frumkvöðull í bandarísku burlesk-senunni, gáskafulla kabarettan Bibi Bioux, hinn leggjalangi og laglegi Mr. Gorgeous (New York) auk Margrétar sjálfrar.

Sýningin er bönnuð innan 20 ára og hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans.


Sóttvarnir:

Staðnum er skipt í tvö svæði: Svala- og gólfsvæði, og eru þau sitthvort sóttvarnarhólfið og því er ekki þörf á hraðprófi.

Að öðru leyti er Hús Máls og menningar kaffihús samkvæmt skilgreiningu, ekki þarf að hafa grímu meðan drykkja er notið en gríma skal sett upp þegar staðið er upp frá borði/sæti.

Við hvetjum hvert og eitt til að sinna sínum persónulegu sóttvörnum.