Tix.is

Um viðburðinn

Blóðuga kanínan

eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Trúðurinn, Fáráðlingurinn, Barnið, Hetjan, Skrímslið – undurfurðulegar persónur stíga beint úr hugarheimi Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur og á svið í Tjarnarbíó. Þetta er leikhús myrkraverka og fullorðinssirkus ólíkt öllu sem áhorfendur geta ímyndað sér.

Mitt í hræðilegu stríði hamast söguhetjan Dísa við að reka veitingastað, veitingastað sem aldrei lokar, þar sem vafasamur sirkusstjóri kallar til leiks kynjaverur og furðulegar týpur, spilar kabarett og skipar okkur að klappa.

Blóðuga kanínan er súrrealísk kómedía um áföll og afleiðingar þeirra. Verkið er skrifað innan úr áfalli, af konu sem reynir að skilja sín eigin áföll, um persónu sem glímir við áföllin á táknrænan hátt þar sem þau birtast okkur í ólíklegustu búningum. Elísabet sannar enn og aftur að hún er listamaður tungumálsins, listamaður sem kryfur málin með beinskeittum húmor og sársaukafullri hreinskilni.


TW: Þessi sýning fjallar um konu með áfallastreituröskun í kjölfar kynferðisofbeldis. Atriði í sýningunni gætu vakið upp erfiðar tilfinningar.

Sýning er um 2,5 klst. að lengd með hléi.

Leikarar:
Aðalbjörg Árnadóttir: Fáráðlingurinn
Borgar Magnason: Sirkusstjórinn
Davíð Freyr Þórunnarson: Skrímslið
Íris Tanja Flygenring: Barnið / Píslarvotturinn
Ólafía Hrönn Jónsdóttir: Hetjan / Tárið
Þóra Karítas Árnadóttir: Dísa
Ævar Þór Benediktsson: Trúðurinn

Að sýningunni standa:
Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir
Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Borgar Ao
Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson
Sviðshreyfingar: Vala Ómarsdóttir
Listrænn ráðunautur: Matthías Tryggvi Haraldsson
Hljóðhönnun og keyrsla sýningar: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Smíði gerva: Elín Sigríður Gísladóttir
Búningasaumur: Sigrún Einarsdóttir
Sýningarstjóri: Elva María Birgisdóttir
Framleiðandi: Fimbulvetur í samstarfi við Murmur
Framkvæmdastjórn: Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Davíð Freyr Þórunnarson
Markaðsstjórn: Ragnheiður Maísól Sturludóttir
Ljósmyndir á plakati: Jónatan Grétarsson
Förðun á plakati: Rakel María Hjaltadóttir

Verkið er styrkt af Mennta og menningarmálaráðuneytinu.