Tix.is

Um viðburðinn

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Tjarnarborg, Ólafsfirði. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina. Efnisskráin verður skemmtilega fjölbreytt og hentar fólki á öllum aldri og Olga mun m.a. flytja lög af fyrstu jólaplötu hópsins, sem kemur út í byrjun desember og kallast Winter Light.

Söngvarar:


Matthew Lawrence Smith - 1. tenór
Jonathan Ploeg - 2. tenór
Arjen Lienaerts - Baritón
Pétur Oddbergur Heimisson - 1. bassi
Philip Barkhudarov - 2. bassi

Miðaverð:
3500 almennt verð
2500 fyrir nema, öryrkja og eldri borgara

Frítt fyrir 16 ára og yngri.

Allar Olgur fá frítt inn!

Olga og Ketill hlakka til að komast í jólaskapið með þér!


Þetta tilboð miðast við að eingöngu sé selt á viðburðinn á Tix.is og hjá viðburðarhaldara.


-

www.olgavocalensemble.com