Tix.is

Um viðburðinn

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Það eru þau Bríet, KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant sem koma fram ásamt Tómasi.

Þorlákskirkja er hlý og notaleg sem hæfir tilefninu einkar vel, þar sem stemningin verður heimilisleg, svolítið eins og að fá þetta hæfileikaríka fólk heim í stofu. Þorlákskirkja er í Þorlákshöfn sem er aðeins í 30 mín. fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Miðaverð er 3500 kr.