Tix.is

Um viðburðinn

Ungleikur í samstarfi við Unglist biður ykkur öll velkomin í leikhúsveislu þar sem ungskáld og leikarar stíga á stokk á litla sviði Borgarleikhússins og glæða það lífi með verkum sínum. 4 örverk verða sýnd á báðum kvöldum þar sem áhersla er lögð á sjónarhorn ungs fólks á mannlegu eðli og samskipti milli einstaklinga.

Höfundar verkanna eru:
Anna Rós Árnadóttir
Gísella Hannesdóttir
Magnús Thorlacius
Melkorka Gunborg Briandsóttir

Sérstakur forleikur hefst á sviðinu 10 mínútum áður en formleg dagskrá hefst.