Tix.is

Um viðburðinn

ÞAU fagna útgáfu plötu sinnar „ÞAU taka Vestfirði" með glæsilegum tónleikum í Bæjarbíó þann 6. apríl kl. 20. Platan „ÞAU taka Vestfirði" er komin út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Um er að ræða frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld.  

ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir, söng- og leikkona, og Garðar Borgþórsson, tónlistarmaður. Á tónleikunum koma ÞAU fram ásamt píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni.

Lögin og ljóðin veita innsýn í sögu, menningu og líf fólks í landinu okkar á ólíkum tímum. Hér sameinast gamlar raddir og ungar í blóma. Fortíð hittir nútíð og ljóðin öðlast framhaldslíf í vönduðum tónlistarflutningi. Höfundar ljóðanna eru m.a. Eiríkur Örn Norðdahl, Halla skáldkona, Jakobína Sigurðardóttir, Jón úr Vör, Ólína Þorvarðardóttir og Steinn Steinarr.

Komdu með okkur í ferðalag í Bæjarbíó og láttu ÞAU koma þér á óvart!