Tix.is

Um viðburðinn

Sváfnir Sigurðarson gaf út aðra sólóplötu sína, Jæja gott fólk, í desember á síðasta ári og hélt af því tilefni veglega útgáfutónleika síðasta sumar. Nú ætar Sváfnir að endurtaka leikinn og bæta um betur með nokkrum nýjum lögum. Alls verða sjö manns með Sváfni á tónleikunum og þar verða flutt lög af báðum plötum Sváfnis, en sú fyrri, Lofoð um nýjan dag kom út árið 2016 auk nokkurra nýrra laga eins og áður sagði. Platan Jæja gott fólk, fékk lofsamlega dóma hjá Arnari Eggerti og Andreu Jónsdóttur á Rás2 og nokkur laga hennar fengu mikla spilun og fjögur þeirra komust á vinsældarlista Rásarinnar.  

Stórskotalið er þannig skipuð
Dagný Halla Björnsdóttir: söngur, raddir
Diddi Guðnason: slagverk
Flosi Þorgeirsson: bassi
Haraldur V Sveinbjörnsson: hljómborð, gítar, raddir
Kristján Freyr: trommur, raddir
Stebbi Magg: gítar
Pálmi Sigurhjartarson: píanó, harmonikka, raddir