Tix.is

Um viðburðinn

Á AÐVENTU MEÐ KARLAKÓR REYKJAVÍKUR

Karlakór Reykjavíkur heldur árlega aðventutónleika sína í Hallgrímskirkju laugardaginn 11. desember kl. 17 og sunnudaginn 12. desember kl. 17 og 20.

Aðalgestur kórsins þetta árið er Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran. Hún útskrifaðist með meistaragráðu frá Óperuakademíunni við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn síðasta sumar og hefur komið víða fram þrátt fyrir ungan aldur. Þar má nefna sem dæmi stórkostlega frammistöðu hennar í Klassíkinni okkar á RÚV fyrr í haust og ekki síst hlutverk hennar sem Papagena í Töfraflautunni, sem sett var upp í Kaupmannahafnaróperunni í september í fyrra. Karlakór Reykjavíkur er sannur heiður að samstarfi við þessa ungu listakonu.

Þá verða kallaðir til fastagestir frá fyrri árum. Það eru organistinn Lenka Mátéová, trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson, sem og Eggert Pálsson, pákuleikari.

Stjórn þessa viðburðar er í höndum Friðriks S. Kristinssonar, farsæls stjórnanda Karlakórs Reykjavíkur í meira en þrjá áratugi.

Miðaverð á tónleikana kr. 6000.