Tix.is

Um viðburðinn

Stórtónleikar í Grafarvogskirkju til styrkar Umhyggju og BUGL

Dagskrá

Karlakór Grafarvogs. Stjórnandi Íris Erlingsdóttir

Ellen Kristjánsdóttir                       Guðrún Árný Karlsdóttir

Helgi Björnsson                               Jóhann Friðgeir Valdimarsson

Greta Salóme                                   Guðrún Árný Karlsdóttir

Kristján Kristjánsson (KK)               Stefán Hilmarsson

Þóra Einarsdóttir


Undirleikarar:

Matthías Stefánsson, fiðluleikari

Hilmar Örn Agnarsson, undirspil

 

Kynnir: Felix Bergsson

 

Lions klúbburinn Fjörgyn þakkar tónlistarfólki, tónleikagestum og styrktaraðilum fyrir stuðninginn

Í hléi er veitingasala Lkl. Foldar á þremur stöðum í kirkjunni.

Við eldhús, í kirkjuskipi gengt eldhúsi og í anddyri.

Snyrting er í kjallara og á jarðhæð








Lionsklúbburinn Fjörgyn



Lionsklúbburinn Fold


A´ Barna- og unglingageðdeild (BUGL) er tekið a´ mo´ti bo¨rnum upp að 18 a´ra aldri sem eiga við geðræna erfiðleika að stri´ða. Þjónustan miðast við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra og er áhersla lögð a´ alúð i´ samskiptum.

BUGL er deild innan geðsviðs Landspítalans sem sérhæfir sig i´ mati og meðferð a´ geðröskunum barna og unglinga. I´ takt við breyttar áherslur hefur go¨ngudeildar- og vettvangsþjo´nusta við bo¨rn og unglinga farið si´vaxandi. Bifreiðar fra´ Fjo¨rgyn hafa m.a. gert þetta mo¨gulegt. A´hersla er lo¨gð a´ að einstaklingnum se´ gefinn kostur a´ að vera a´fram i´ si´nu daglega umhverfi en sæki þjo´nustu til go¨ngudeildar BUGL. A´ þeirra vegum er bo¨rnum og unglingum veitt fjo¨lbreytt og se´rhæfð geðheilbrigðisþjo´nusta. Einnig hefur BUGL hlutverki að gegna sem samra´ðsaðili við aðrar deildir og stofnanir sem veita bo¨rnum, unglingum og fjo¨lskyldum þeirra þjo´nustu. 



 Umhyggja – félag langveikra barna vinnur að bættum hag langveikra barna. Félagið var stofnað árið 1980 og í því starfa foreldrar, foreldrafélög, fagfólk og áhugafólk um málefni langveikra barna.  Helstu markmið félagsins eru að vekja athygli á málefnum og aðstæðum langveikra barna, berjast fyrir réttindum þeirra og styðja við foreldra og systkini með ýmsum hætti svo sem með aðgengi að styrktarsjóði, sálfræðiþjónustu, lögfræðiráðgjöf, sérútbúnum orlofshúsum og íbúð ætlaðri fjölskyldum langveikra barna. Í félaginu eru nokkur hundruð félagsmenn auk 15 aðildarfélaga sem tengjast langvinnum veikindum barna. félaga sem tengjast langvinnum veikindum barna.



Hvað er Lions?

Lions eru alþjóðasamtök yfir 1,4 milljóna sjálfboðaliða með það að markmiði að Leggja öðrum lið. Lions var stofnað í Bandaríkjunum árið 1917 og starfar nú í 210 löndum. Lions er óháð stjórnmálaflokkum og trúfélögum. Í Lions er lögð áhersla á vináttu félaganna og fjölskyldna þeirra. Reyndin er sú að í Lions eignast margir sína bestu vini. Í Lions öðlast félagar þjálfun í félagsmálum. Innan hreyfingarinnar er markvisst fræðslustarf, sem gagnast þeim í starfi innan Lions og ekki síður í daglegu lífi.?
Vefsíða Lions á Íslandi er www.lions.is