Tix.is

Um viðburðinn

Jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir laugardagskvöldið 11. desember í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Tónleikarnir eru haldnir af ungu skagfirsku tónlistarfólki sem þar mun flytja uppáhalds jólalögin sín og annarra.

 Þetta er annað árið sem tónleikarnir eru haldnir. Í fyrra fóru þeir fram í Félagsheimilinu Bifröst, en sökum samkomutakmarkana voru þeir ekki haldnir fyrir tónleikagesti í sal, heldur var þeim streymt beint endurgjaldslaust í boði góðra styrktaraðila. 

Sökum þess hve vel tónleikarnir tókust í fyrra, var ákveðið að halda þá aftur í ár og nú í Miðgarði þar sem gestum verður boðið að hlýða á okkar unga og efnilega, skagfirska tónlistarfólk.