Tix.is

Um viðburðinn

Marína Ósk, söngur
Stína Ágústsdóttir, söngur
Mikael Máni Ásmundsson, gítar
Andri Ólafsson, bassi

Marína Ósk og Stína Ágústsdóttir söngkonur hófu samstarf árið 2018, þá báðar búsettar í Stokkhólmi. Lítil hugmynd að jólatónleikum á íslensku vatt upp á sig og ári seinna fæddist heil hljómplata sem fékk nafnið Hjörtun okkar jóla.
Platan kom út í desember 2019 og hlaut lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur hlustenda. Tónlistin er samsett úr
norrænum jólalögum, lítt sem vel þekktum, og hafa þær Stína og Marína samið íslenska texta við þau flest. Tónlistin er hlustendavæn, hugljúf og hlý og einstaklega passandi fyrir desember-rökkrið.
Auk laga af fyrrnefndri plötu munu þær stöllur flytja vel valin jólalög í jözzuðum útsetningum, en gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson hefur yfirumsjón með þeirri deild og er einnig rafgítarleikari verkefnisins. Andri Ólafsson bassaleikari og bakraddasöngvari veitir þríeykinu lið að þessu sinni og mega áhorfendur búast við ylþýðum jólatónum beint í
hjartað!