Tix.is

Um viðburðinn

Um viðburðinn

Er rétt að fæða barn inn í hrynjandi heim? Er rétt að fæða barn sem mun menga álíka mikið Eiffel turninn er þungur? En hvað ef það er einmitt barnið sem bjargar heiminum? Ef gott fólk hættir að eignast börn deyja genin þeirra út, eða er það ekki það sem þú varst að segja? Ég er bara að halda áfram með það sem þú varst að segja.

Lungun er verk eftir breska leikskáldið Duncan Macmillan frá árinu 2011. Það sló marga út af laginu á sínum tíma en spurningin hvort siðferðislega sé rétt að eignast börn vegna loftslagsmála var nýtt innlegg í loftslagsumræðuna, sem hefur síðan þá stóraukist. Verkið á því enn betur við í dag þar sem mörgum finnst lítið hafa breyst í umhverfismálum á síðastliðnu 10 árum. Hvert er frelsi einstaklingsins þegar heimurinn er á heljarþröm? Hversu mikið eiga ákvarðanir um persónulegt líf okkar að taka tillit til alls lífs á jörðinni? Er ábyrgðin á okkur, eða er fáránlegt að gera þá kröfu að lifa fyrir framtíð mannkynsins en ekki sjálfa/n/t þig?

Þáttakendur:
Leikskáld: Duncan Macmillan
Leikstjóri: Magnús Thorlacius
Leikarar: Hólmfríður Hafliðadóttir, Mikael Emil Kaaber
Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason
Leikmynd og búningar: Íris Eva Magnúsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Anna Kristín
Ljósahönnun: Magnús Thorlacius
Uppfærsla á leikriti: Magnús Thorlacius
Þýðing: Anna Kristín, Magnús Thorlacius
Aðstoð við leikmynd og smiður: Egill Ingibergsson
Grafísk hönnun: Íris Eva Magnúsdóttir
Leiðbeinandi: Anna María Tómasdóttir

Þakkir:
Sophie Schoonjans, Annalísa Hermannsdóttir og bekkurinn.

Viðvaranir:
Notast er við leikhúsreyk.

Aldurstakmark:
7+

Ágrip:
Magnús Thorlacius er sviðslistanemi við Listaháskóla Íslands, tæknimaður í sjálfstæðu leikhússenunni, skúffuskáld, pistlahöfundur og upprennandi leikskáld og leikstjóri. Stundum svolítið svangur en alltaf í bullandi stemningu.

Sýnt í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík
Rými: Black box - L223 
Gengið er inn fyrir neðan hús frá steypta bílastæðinu. Inngangur/hurð næst Sæbrautinni.