Tix.is

Um viðburðinn

Upplýsingar til gesta
Samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir verða allir gestir að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu á viðburði, og á það því við um þessa tónleika. ásamt grímuskyldu. Hraðpróf eru gjaldfráls og gilda í 48 klst

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum: Mikilvægt er að skrá sig í próf áður en mætt er

• Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34; www.hradprof.covid.is
• Covidtest; býður upp á hraðpróf bæði á Kleppsmýrarvegi 8 og í Hörpu. Aðstaðan í Hörpu er í kjallara hússins, beint á móti inngangi frá bílastæðakjallara. www.covidtest.is athugið að hraðprófsstöð í Hörpu lokar kl. 18
• Öryggismiðstöðin býður upp á hraðpróf við Kringluna og BSÍ; www.testcovid.is
Utan höfuðborgarsvæðis www.hradprof.covid.is


Rússneski píanistinn Slava Poprugin leikur í Hörpu þriðjudagskvöldið 23. nóvember og með honum Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari.
Saman fara þau ,yfir fjöll og firnindi' á tónleikum í Norðurljósum þar sem þau flytja m.a. tónsmíðar Nadia Boulanger. Ólöf kemur reglulega fram og nú síðast í Hollandi á alþjóðlegri hátíð sellóleikara.
Slava útskrifaðist frá rússnesku Gnessin akademíunni í Moskvu og vinnur með listamönnum eins og Martin Fröst, Yury Bashmet og Alexander Kagan. Með sellóleikaranum Natalia Gutman ferðaðist hann um heim allan í 15 ára. Hann er þekktur fyrir framúrskarandi og kraftmikinn flutning þó fullan af hlýju og einlægni. Ólöf er listrænn stjórnandi Berjadaga tónlistarhátíðar. Þar skapar hún sérstaka tónlistarhátíð undir einkunnarorðunum ,,Listsköpun og náttúra" og mætir þar árlega landslið hljóðfæraleikara og söngvara til að láta ljós sitt skína. Ólöf og Slava kynntust sl. sumar í Hollandi og ríða nú á vaðið með tónleika þar sem hljómar m.a. sellósónata Richard Strauss, Trois Pieces f. selló og píanó eftir Nadia Boulanger o.fl.

Tónleikarnir eru styrktir af Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Rutar Hermanns
Ljósmynd: Jostijn Ligtvoet.

Nánar um Slava:
Viacheslav Poprugin fæddist í borginni Khabarovsk í Rússlandi, hlaut fyrstu tónlistarmenntun á heimaslóðum sem kórdrengur, en lagði síðar stund á píanónám og útskrifaðist árið 2000 frá Akademíunni í Gnessin.
Áhugi hans á samtímatónlist varð tilefni samvinnu við mörg tónskáld í heimalandinu um flutning bæði með hljómsveitum og í kammermúsík.
Orðstír hans og reynsla leiddu 1999 til kynna hans og sellóleikarann Natalia Gutman og þar með hófst nýr kafli á ferli Poprugin með umfangsmiklu tónleikahaldi víða um heim auk þess sem hann varð kennari við Konservatóríið í Moskvu og eftirsóttur einleikari. Margir hafa útskrifast undir handleiðslu hans. Poprugin hefur einnig leikið inná fjölda hljómplatna þ. á m. með Natalia Gutman og Alexey Lubimov. Poprugin er einnig stjórnað fjölda hljóðritana sem upptökustjóri fyrir útgáfur á borð við Gramola, Live Classics og Artservice Music Publishing og rekur nú eigið hljóðver, Steppenwolf studio. Poprugin starfar nú jöfnum höndum sem píanóleikari og upptökustjóri. Slava er nú prófessor í píanóleik við Konservatoríið í Hag í Hollandi.