Tix.is

  • 18. des. - kl. 20:00
  • 19. des. - kl. 17:00
Miðaverð:1.500 - 4.900 kr.
Um viðburðinn


Fertugustu og þriðju Jólasöngvarnir verða haldnir í Langholtskirkju dagana 18. og 19. desember n.k. Þar munu Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Lilju Daggar Gunnarsdóttur. Einsöngvarar að þessu sinni verða þau Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Eggert Reginn Kjartansson tenór. Auk þeirra koma fram einsöngvarar úr báðum kórum.

Hljómsveitina skipa:

Melkorka Ólafsdóttir, flauta

Frank Aarnink, slagverk

Richard Korn, kontrabassi

Eins og margir þekkja er hefðin sú að bjóða upp á rjúkandi heitt jólasúkkulaði og piparkökur í hléi á Jólasöngvum í Langholtskirkju. Við viljum auðvitað gjarnan halda í þá hefð en verðum þó að bíða með slíkt enn um sinn. Við munum gæta vel að öllum sóttvörnum og þurfa tónleikagestir að fara í hraðpróf og vera með grímur. Kórfélagar munu einnig fara í hraðpróf og við munum jafnframt gæta að því að fjarlægð sé á milli ókunnugra í sætum. Þó að kakóið muni vanta mun jólaandinn ylja okkur á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér að halda inn í hátíðirnar án þess að heyra „Barn er oss fætt“ og klukkuna hringja inn „Ó, helga nótt“.