Tix.is

  • 22. okt. - kl. 21:00
Miðaverð:3.000 kr.
Um viðburðinn

Platan Mother Melancholia er fjórða breiðskífa Sóleyjar. Platan er eitt verk þar sem jörðin í einhverskonar kvengervi, gegnir aðalhlutverki.

Platan byrjar um morgun og endar um kvöld. Þegar feðraveldið hefur étið konurnar og mannfólkið hefur blóðmjólkað jörðina.

Feðraveldið lítur oft á konur sem óstöðugar, hysterískar og ófyrirsjáanlegar. Konur eru annaðhvort bjargvættir okkar eða eyðileggjendur. Líka jörðin.
„Það er svo auðvelt að misnota jörðina, eins og feðraveldið hefur beitt konur ofbeldi alltof lengi, biðja síðan um fyrirgefningu og lofa að gera það aldrei aftur“.

Og hvernig hljóma endalokin? Sóley byrjaði að gera tilraunir með að semja lög á harmonikku. Úr þeim tilraunum kom út smáskífan Harmóník I árið 2017. Með því að semja á sjálflært hljóðfæri gaf það henni meira frelsi til gera einfaldari hluti og aggressívari tilraunir.

Sóley fór að gera tilraunir með theremin, analog syntha, mellótron og selló þar sem hún var virkilega spennt yfir bjöguðu og ópitchuðu hljóði.
Öll þessi nýju hljóðfæri hentuðu svo vel fyrir þessi fagurfræðilegu óþægindi sem Sóley var að reyna að fanga.
Sóley fór að njóta þess að spila á hljóðfæri sem gáfu ekki fullkomið pitch og platan ber þess vel merkis. Hinn fullkomni hljómur fær ekki að njóta sín, samplaðar raddir og þungir taktar Jóns Óskar Jónssonar á trommur. Inn á milli má svo heyra minni píanóverk og viðamiklar strengja útsetninga Kristínar Þóru Haraldsdóttur. Platan er samin og pródúseruð af Sóleyju með dyggri aðstoð Alberts Finnbogasonar sem listrænt hljóðblandaði plötuna. Platan hefði ekki orðið til án aðstoðar, uppbyggilegrar gagnrýni og sjónrænnar sköpunar Héðins Finnsonar.

Á tónleikunum koma fram:
Sóley, píanó, synthar, mellotron, rödd ofl.
Albert Finnbogason: bassi, gítar, synthar
Jón Óskar Jónsson: Trommur
Kristín Þóra Haraldsdóttir: Víóla, synthar