Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin Lights on the highway hefur tekið til starfa á ný eftir langt hlé. Strákarnir hafa lagt allt í sölurnar til að gera þessa tónleika eftirminnilega og verður öllu tjaldað til. 

Staðsetning tónleikanna, blönduð við einstaka náttúru og seiðandi tónlist hljómsveitarinnar mun gera þessa kvöldstund ógleymanlega. Það verður enginn svikinn af þessari upplifun enda strákarnir þekktir fyrir frábæran tónlistarflutning sem lætur engan eftir ósnortinn. Tónleikarnir verða haldnir á þeirri fallegu staðsetningu í Aurora basecamp sem er staðsett í hrauninu við Krísuvíkurveg, rétt utan við Hafnarfjörð.

 Mjög takmarkaður miðafjöldi verður á hvora tónleika til að allir geti notið sín sem best.