Tix.is

Um viðburðinn

Jólatónleikar Friðriks Ómars og Rigg viðburða sem slegið hafa í gegn undanfarin ár á aðventunni. Einstaklega skemmtileg kvöldstund með okkar fremsta listafólki!

Friðrik Ómar færir okkur hina einu sönnu jólastemningu með frábærri skemmtun á aðventunni líkt og undanfarin ár.

 
Prúðbúnir gestir ásamt hljómsveit Rigg viðburða telja í helstu perlur jólanna og slá á létta strengi sem jafnvel kitla hláturtaugarnar. Gestasöngvarar eru stórstjörnurnar Selma Björnsdóttir, Jógvan Hansen og Ragnheiður Gröndal.


Einstök skemmtun sem svíkur ekkert jólabarn!

Miðasala hefst föstudaginn 15. október kl. 13:00


Framleiðandi: Rigg viðburðir

Fylgstu með undirbúningnum hér:
facebook.com/heimaumjolin
Instagram: fromarinn