Tix.is

Um viðburðinn

Það verður sannkölluð hátíð í Hofi laugardaginn 11. desember þegar Friðrik Ómar og hljómsveit Rigg viðburða taka á móti prúðbúnum gestum á aðventunni. Jólatónleikarnir Heima um jólin hafa fest sig rækilega í sessi og eru stærstu árlegu jólatónleikarnir á landsbyggðinni og hafa frá upphafi verið haldnir í Menningarhúsinu Hofi. Sem fyrr verður boðið upp á vel útfærða blöndu af tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Friðrik Ómar fær til sín frábæra söngvara og vini sem eiga eflaust eftir að framkalla hverja gæsahúðina á fætur annarri og kitla hláturtaugarnar.

Gestgjafi og söngur:
Friðrik Ómar

Gestasöngvarar:
Dísella Lárusdóttir
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Jógvan Hansen

Hljómsveit Rigg viðburða:
Ingvar Alfreðsson píanó og útsetningar
Jóhann Hjörleifsson trommur
Jóhann Ásmundsson bassi
Kristján Grétarsson gítar
Diddi Guðnason slagverk
Sigurður Flosason blásturshljóðfæri
Ásamt strengjakvartett og Raddsveit

Vertu með í jólaveislu ársins í Hofi.
Okkur hlakkar svo óskaplega mikið til!

 

Miðasala hefst föstudaginn 15. október kl. 13:00 á mak.is og tix.is.

Verðsvæði A: 10990 (gólf og bekkur 1-2 á svölum)
Verðsvæði B: 8990 (bekkur 3-6 á svölum)
Verðsvæði C: 6990 (bekkur 7-10 á svölum)

 

Hljóðmeistarar: Haffi Tempó og Björgvin Sigvaldason
Ljósameistari: Helgi Steinar Halldórsson
Verkefnastjóri: Haukur Henriksen
Stjórnandi: Friðrik Ómar
Framleiðandi: Rigg viðburðir