Tix.is

Um viðburðinn

  • TAKMÖRKUÐUM FJÖLDA ER HLEYPT INN Í HÚSIÐ.
  • GRÍMUSKYLDA ER Í HÚSINU ALLAN TÍMANN.
  • VIÐ HVETJUM GESTI Í SKYNDPRÓF Á UNDAN EN ÞAÐ ER EKKI SKYLDA.
  • EKKI MÆTA EF ÞÚ SÝNIR EINHVER EINKENNI.
  • EF PRÓF ER JÁKVÆTT FÆRÐU ENDURGREITT.
  • UPPSELT Á FÖSTUDAG OG FÁIR MIÐAR EFTIR HINA DAGANA.

Mugison, Lay Low, Salóme Katrín og Supersport! hita upp

9. nóvember - Lay Low
10. nóvember - Mugison
11. nóvember - Salóme Katrín
12. nóvember - Supersport!

Fagnaðu 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með Of Monsters Men í Gamla bíói. Það var einmitt þar sem útgáfutónleikar þessarar fyrstu plötu sveitarinnar fóru fram fyrir tíu árum.  

Hljómsveitin mun flytja MHIAA í heild sinni á báðum tónleikum pg þar að auki ný og eldri uppáhaldslög, með mismunandi lagavali milli tónleika.

NÝ ÚTGÁFA
Hljómsveitin gaf út  sérstaka afmælisútgáfu af MHIAA þann 29. október. Platan er endurhljóðblönduð útgáfa af íslensku útgáfu plötunnar frá 2011 og inniheldur auk þess tvö áður óútgefin bónuslög. Annað lagið, Phantom, er eitt laganna sem tryggðu sveitinni sigur í Músíktilraunum árið 2010. Hægt er að panta plötuna og sérstakan varning í tilefni útgáfu hennar hér.

Umsjón: Sena Live