Tix.is

Um viðburðinn

Emmy verðlaunahafinn Hannah Gadsby er á ferð um heiminn með splúnkunýja uppistandssýningu Body of Work og kemur fram á Íslandi í Háskólabíói.

Árið 2018 sló Hannah í gegn í Netflix myndinni Nanette sem er upptaka af sýningu hennar í Óperuhúsinu í Sidney og hlaut myndin bæði Emmy og Peabody verðlaun. Í kjölfarið opnuðust margs konar dyr í skemmtanabransanum en Hannah ákvað að halda áfram að gera það sem hún elskar mest og getur ekki hætt: Uppistand.

Ári síðar hélt Hannah á ferðalag um allan heim með sýninguna Douglas og var upptaka af sýningu hennar í Los Angeles einnig gefin út á Netflix í febrúar á síðasta ári, rétt áður en árið 2020 fór í hundana. Undanfarið ár hefur Hannah haldið sig í heimalandi sínu Ástralíu í skjóli frá heimsfaraldri og skipulagt nýju sýningu sína sem er nú á leið til Íslands sem hluta af ferðalagi hennar um Evrópu og Bandaríkin á næsta ári.

Hannah Gadsby
Frægðarferill Hönnuh Gadsby nær aftur til ársins 2006 þegar hún var kjörinn besti nýliðinn í uppistandi í Ástralíu og í kjölfarið hefur hún haldið fjölmargar sýningar víðsvegar um heiminn, auk þess að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum Please Like Me ásamt umsjón með heimildarmyndum um gamanmál. Síðar á þessu ári kemur út fyrsta bók Hönnuh.

Umsjón: Sena Live