Tix.is

  • 19. maí - kl. 20:00
Miðaverð:6.990 kr.
Um viðburðinn

ALMENN SALA HEFST 14. OKTÓBER KL. 11

Hin sprenghlægilega Sarah Millican er kominn aftur á ferð með Bobby Dazzler uppistandssýningu sína.

Þetta er í sjötta sinn sem Sarah heldur á ferðalag um heimsbyggðina og að þessu sinni kynnumst við því hvað gerist þegar það lokast endanlega fyrir munninn á okkur, hvernig á að henda kúk yfir vegg, hvernig við reynum að missa aukakílóin en missum bara framan af fingurgómunum, sjáum óviðjafnanlega fyndið útötunarpróf og hversu raunverulega hræðileg flothylki geta verið.  

Sarah hefur notað síðastliðið ár til að semja brandara og stækka á sér afturendann og getur ekki beðið eftir að komast aftur á svið og láta okkur hlæja.

Athugið: Sýningin er ekki við hæfi 15 ára og yngri. 

FERILLINN

Sarah Millican skaust inn á breska grínbransann með trompi árið 2008 þegar hún var valin Besti nýliðinn á Edinburgh Fringe grínhátíðinni. Síðan þá hefur hún stjórnað þremur sjónvarpsþáttaröðum á BBC2 undir titlinum The Sarah Millican Televsion Programme sem hefur hlotið tvær BAFTA tilnefningar, auk þess að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum QI, Live at the Apollo og The Royal Variety Performance. 

Í október 2017 gaf Sarah út fyrstu bók sína, How To Be Champion og kynnti til sögunnar hlaðvarpsþættina Standard Issue sem er grínþáttur búinn til af konum fyrir konur. Árið 2019 setti hún á svið og stjórnaði þættinum Elephant in the Room á BBC Radio 4 og stýrir enn.  

Samhliða sjónvarps- og útvarpsþáttum sínum hefur Sarah verið í fararbroddi uppistandara í Bretlandi. Síðasta sýning hennar, Control Enthusiast, laðaði að sér 245.000 gesti í Bretlandi áður en Sarah fór með sýninguna um alla Evrópu, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálands. 

Alls hafa rúmlega milljón áhorfendur sótt sýningar Söruh í 14 löndum.

Umsjón: Sena Live