Tix.is

Um viðburðinn

Þar sem ekki var hægt vegna sóttvarnar ráðstafana að halda Brekkusöng við SPOT um Verslunarmannahelgina þá drífum við bara í því núna. 

Brekkusöngurinn byrjar klukkan 20.00 laugardagskvöldið 25. september. Bjössi Greifi mun leiða sönginn af sinni alkunnu snilld og allir taka undir. Strax eftir Brekkusönginn munu hinir einu sönnu Greifar og eitís plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Siggi Hlö stíga á svið á SPOT frá klukkan 21. 

Ekkert kostar á brekkusönginn en nauðsynlegt að ná sér í miða á TIX. Börn sem eru fædd 2006 og síðar þurfa ekki miða en geta mætt í fylgd forráðamanna.  

Til þess að gera gestum okkar mögulegt að halda fjarlægðarmörk verða einungis 400 miðar í boði á Brekkusönginn. Fyrstir koma fyrstir fá. 

Ef ekki verður hægt að halda Brekkusönginn úti vegna veðurs flytjum við okkur bara inn á SPOT. Nóg pláss!