Tix.is

Um viðburðinn

Þar sem ekki var hægt vegna sóttvarnaráðstafana að halda útihátið á SPOT um Verslunarmannahelgina þá drífum við bara í því núna. Hinir einu sönnu Greifar og eitís plötusnúðurinn og útvarpsmaðurinn Siggi Hlö skemmta gestum á SPOT laugardagskvöldið 25. september. 

Þetta er í ellefta skiptið á síðustu tólf árum sem þessi hátíð er haldin og hún orðinn fastur liður í lífi margra. Greifarnir og Siggi Hlö halda uppi stuðinu frá klukkan 21.00 en fyrst teljum við í hinn einstaklega skemmtilega brekkusöng í brekkunni fyrir neðan SPOT. 

 Brekkusöngurinn byrjar klukkan 20.00 og kostar ekkert að taka þátt. Við færum bara Brekkusönginn inn á SPOT ef veður verður leiðinlegt. Til þess að gera gestum okkar mögulegt að halda fjarlægðarmörk verða takmarkaðir miðar í boði á ballið og aðeins 400 miðar á Brekkusönginn.

 Greifarnir taka öll sín bestu lög og fleiri góða smelli og Siggi sjóðheitur í disco búrinu. Getur ekki klikkað! Er ekki kominn tími til að fá svolitla sól í hjartað?  Það er frítt á brekkusönginn en nauðsynlegt að ná sér í miða fyrir þá sem eru fæddir fyrir 2006.