Tix.is

Um viðburðinn

Hennar rödd - Ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Félagasamtökin Hennar rödd halda í ár ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðfangsefnið hefur ekki hlotið ítarlega umfjöllun í samfélaginu en á tímum COVID-19 kemur enn frekar í ljós að þörf er á frekari umræðu og rannsóknum á þessu sviði. Meðal umræðuefna er reynsla kvenna af erlendum uppruna af heilbrigðiskerfinu, aðgengi og menningarnæmni innan þess ásamt geðheilsu, kynheilsu og frelsis.

Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Tilgangur félagsins er að stuðla að vitundarvakningu og fræðslu um málefni kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, þar með talið þær áskoranir sem þessi hópur mætir ásamt framlagi þeirra til samfélagsins. Markmið félagsins er að auka skilning og meðvitund í garð kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Félagið heldur viðburði líkt og pallborðsumræður og ráðstefnur ásamt því að taka þátt í öðrum verkefnum þar sem markmiðið er að skapa vettvang til að raddir kvenna af erlendum uppruna fái að heyrast í samfélaginu.

Við hvetjum ykkur til þess að kaupa miða á viðburðinn ásamt því gerast félagar í samtökunum og um leið styrkja áframhaldandi verkefni sem tengjast valdeflingu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Miði á ráðstefnuna og félagsgjöld starfsárið 2021 - 2022: 1500 kr.

Miði á ráðstefnuna: 1000 kr.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðunni okkar: https://hennarrodd.is/

Styrktar- og stuðningsaðilar:
Jafnréttissjóður Íslands
Borgarleikhúsið