Tix.is

Um viðburðinn

Ferðaþjónustudagurinn 2021

Viðspyrna í ferðaþjónustu
-
Samtal við stjórnmálin

Silfurberg – Hörpu 16. september kl. 14.00

Leiðtogar stjórnmálaflokka mætast í pallborðsumræðum á Ferðaþjónustudeginum í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 16. september klukkan 14.00.

Í umræðunum verður sjónum beint að því hvernig viðspyrnu í ferðaþjónustu verður háttað á komandi kjörtímabili. Hverjar eru áherslur og áætlanir stjórnmálaflokkanna þegar kemur að málefnum ferðaþjónustunnar? Hvers má vænta af næstu ríkistjórn þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja í greininni? Hvernig ætla stjórnmálaflokkarnir að stuðla að viðspyrnu í ferðaþjónustu?

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA stýra leiðtogaumræðunum.

Kynntu þér Vegvísi í ferðaþjónustu á www.vidspyrnan.is

Skráðu þig á fundinn með því að smella á "kaupa miða" – takmarkað sætaframboð!

Ferðaþjónustudeginum 2021 verður sjónvarpað í beinni útsendingu á vefmiðlum SAF.

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir Ferðaþjónustudeginum 2021.

#SAF2021