Tix.is

Um viðburðinn

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið þann 11. september næst komandi. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2021 eru „Hlaupum saman“.  Hlaupið verður um allt land en hlaupið verður í Garðabæ og Mosfellsbæ kl. 11. Alla hlaupastaði má finna á www.kvennahlaup.is. Í ljósi Covid–19 verða gerðar ráðstafanir um fjölda þar sem það á við og allar reglur virtar skilyrðislaust. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður. 

Bolurinn í ár er úr 100% lífrænni bómull og fylgir ströngustu stöðlum Global Organic Textile Standard (GOTS) og upplagið af bolum er minna en undanfarin ár þannig fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt er að greiða aðeins fyrir þátttöku í hlaupinu. Tryggðu þér strax bol eða skráðu þig til leiks. Einnig má nálgast bolinn frá því í fyrra hér. 

Kaup á bol

Eftirfarandi stærðir á bolum eru í boði: 3-4 ára, 5-6 ára, 7-8 ára, 9-10 ára, 11-12 ára, XS, S, M, L, XL, XXL, XXXL.

Bolirnir henta öllum þar sem þeir eru ekki aðsniðnir. Setja þarf inn stærðir á bolum í greiðsluferlinu í þar til gert textabox.

Hægt er að velja um að fá bolina senda í póstkröfu, viðtakandi greiðir, eða sækja á skrifstofu ÍSÍ frá 30. ágúst milli kl. 08:30 og 16:30. 

Afhendingarmáti: Viðtakandi greiðir sendingarkostnaðinn eða kemur og sækir á skrifstofu ÍSÍ frá 30. ágúst milli kl. 08:30 og 16:30. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514-4000.