Tix.is

Um viðburðinn

Fidelio - atlaga að óperu

Afleiðingar frelsissviptingar, hlutverk kynjanna, ást og grimmd eru viðfangsefnin í uppfærslu Óperudaga á Fidelio, einu óperunni sem Ludwig van Beethoven samdi. Aðstandendur Óperudaga, klassískir atvinnusöngvarar úr mismunandi áttum taka hér höndum saman og gera atlögu að þessu stórvirki tónbókmenntanna með ástríðu, reynslu og sönggleði að vopni. Verkið er hér sýnt í styttri útgáfu og í útsetningu Daniel Schlosbergs fyrir 7 manna hljómsveit.

Upphaflega var ætlunin að sýna verkið á 250 ára afmæli tónskáldsins en núna er Beethoven orðinn 251 árs og það kemur varla að sök. Óperan hefur aðeins einu sinni verið flutt í tónleikaformi á Íslandi, árið 1981.

Leonore leitar eiginmanns síns Florestan sem ómennið Pizarro heldur föngum. Hún dulbýr sig sem karlmaður, tekur upp nafnið Fidelio og kemur sér í mjúkinn hjá undirmanni Pizarro, Rocco. Marzelline dóttir Rocco verður ástfanginn af Fidelio á meðan að vonbiðill hennar Jacquino gerir allt til að ná athygli hennar. Á meðan bíður Florestan örlaga sinna.

Óperudagar er grasrótarhátíð klassískra söngvara á Íslandi og samstarfsfólks þeirra en hún var fyrst haldin í Kópavogi árið 2016. Hún var valin Tónlistarhátíð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2019. Á hátíðinni er leitast við að beina athyglinni að klassískri sönglist í öllum sínum mismunandi formum og bjóða upp á viðburði á venjulegum og óvenjulegum stöðum um allan bæ sem og að efla starfsvettvang klassískra söngvara og samstarfsfólks þeirra hér á landi. Áhersla er lögð á alþjóðlegt samstarf, samfélagsleg verkefni, ýmiss konar tilraunir og viðburði fyrir alla aldurshópa.

www.operudagar.is

Aðstandendur:
Leikstjóri og aðlögun: Bjarni Thor Kristinsson
Rocco: Bjarni Thor Kristinsson
Florestan: Egill Árni Pálsson
Marzelline: Dísella Lárusdóttir
Jaquino: Gissur Páll Gissurarson
Leonore: Guja Sandholt
Pizarro: Oddur Arnþór Jónsson

Hönnuður: Friðþjófur Þorsteinsson 

Aðstoðarleikstóri og sýningarstjóri: Jara Hilmarsdóttir

Umsjón með hlaðvarpi: Gunnlaugur Bjarnason

Verkefnastjóri: Guja Sandholt

Tónlistarstjórn: Stefan Sand Groves og Gísli Jóhann Grétarsson

Hljómsveitarstjóri: Stefan Sand Groves

Píanisti á æfingum: Hrönn Þráinsdóttir

Útsetning: Daniel Schlosberg

Píanó: Eva Þyri Hilmarsdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir

Selló: Júlía Mogensen, Þórdís Gerður Jónsdóttir

Horn: Asbjørn Bruun, Frank Hammarin

Slagverk: Frank Aarnink

Sérstakar þakkir: Harpa, Styrktarsjóður Ruthar Hermanns, Tónlistarsjóður, Starfslaunasjóður listamanna, Nordisk Kulturfond, Reykjavíkurborg, Söngskóli Sigurðar Demetz.