Tix.is

Um viðburðinn

Náttúruhneigð

Að ganga á heitum moldarstíg. Að leggjast í daggar blautt gras. Að sitja klofvega á sléttum og sterkum trjádrumbi og finna fyrir kraftinum. Að láta sig fljóta á spegilsléttu vatni. Að fara í sturtu með öllum pottaplöntunum og finna fyrir þeim strjúkast við kálfann þinn. Að þrýsta hendinni niður í þurran heitan mosann. Að leyfa lækjarsprænu að leika um líkama þinn. Að finna lyktina að blóðbergi. Að elska jörðina. Að verða ástfangin af náttúrunni og verða eitt með henni.

Komdu í æsandi ferðalag með Írisi og leyfðu þér að upplifa jörðina sem elskhuga þinn.

Íris er sviðslistakona og kúrator sem hefur unnið með líkama og líf kvenna í verkum sínum. Hún leggur áherslu á unað, tabú, skömm og þrár. Ákvörðunarréttur kvenna til að gera það sem þær vilja með líkama sinn og líf sitt hefur verið útgangspunkturinn í verkum Írisar. Hún hefur meðal annars safnað og gefið út sjálfsfróunarsögur kvenna og haldið söguhringi þar sem sögur sem tengjast efninu eru sagðar. Gert útvarpsleikhúsverk um eldri konur og rétt þeirra til að vera kynverur og um þessar mundir vinnur hún að verki um konur sem kjósa að eignast ekki börn sem verður á Lókal 2021. Verk hennar á Plöntutíð 2021, Náttúruhneigð, einblínir á öll kyn, á mannkynið í heild sinni og samband þess við náttúruna.

Náttúruhneigð lokaður söguhringur

Lokaður söguhringur um náttúruhneigð verður haldinn sunnudaginn 29. ágúst klukkan 19.00.

Vilt þú deila ástarsambandi þínu við jörðina í lokuðum hópi? Fyrir sýningu verður boðið upp á hitting þar sem þú getur deilt þinni reynslu og hlustað á aðra. Í boði verður síðan að deila þinni sögu á viðburðinum sjálfum ef þess er óskað. Það er aldrei skylda að deila. Það má líka bara koma og hlusta. Hittingurinn er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, staðsetning er send í tölvupósti við skráningu. Til að vera með þarf að bóka pláss á tix.is.

Íris er sviðslistakona og kúrator sem hefur unnið með líkama og líf kvenna í verkum sínum. Hún leggur áherslu á unað, tabú, skömm og þrár. Ákvörðunarréttur kvenna til að gera það sem þær vilja með líkama sinn og líf sitt hefur verið útgangspunkturinn í verkum Írisar. Hún hefur meðal annars safnað og gefið út sjálfsfróunarsögur kvenna og haldið söguhringi þar sem sögur sem tengjast efninu eru sagðar. Gert útvarpsleikhúsverk um eldri konur og rétt þeirra til að vera kynverur og um þessar mundir vinnur hún að verki um konur sem kjósa að eignast ekki börn sem verður á Lókal 2021. Verk hennar á Plöntutíð 2021, Náttúruhneigð, einblínir á öll kyn, á mannkynið í heild sinni og samband þess við náttúruna.

Auka innsýn

Náttúruhneigð eða Jarðkynhneigð byggir á hugmyndinni um náttúruna sem elskhuga og hvetur fólk til að horfa á jörðina sem ástvin í stað auðlindar sem hægt er að notfæra sér. Hægt væri að snúa dæminu við og velta því fyrir sér hvernig það væri að hugsa um maka sinn sem auðlind í stað elskhuga. Vissulega er margt fallegt sem við tengjum við orðið auðlind. Við sjáum fyrir okkur fallega og gjöfula náttúru þegar við tölum um náttúruauðlind. En auðlind gefur alltaf til kynna eitthvað sem hægt er að nota sér í hag, hvort sem það er til þess að dáðst að eða til að virkja, og hvetur ekki endilega til þess að gefa á móti. Náttúrunnar vegna væri því heppilegra ef við myndum koma fram við hana sem elskhuga sem við virðum og elskum og viljum sjá vaxa og dafna.  

Konurnar á bakvið hugtakið og hreyfinguna (e. sexecology eða ecosexuality) eru þær Beth Stephens og Annie Sprinkle. Listakonur sem vildu gera umhverfis aktívisma skemmtilegri með alls kyns gjörningum, húmor og sex positivity.


-----------------------------------------------------------------------------------------------


Plöntutíð er ný sviðslistahátíð sem haldin verður í annað sinn dagana 3. - 5. september næstkomandi. Hátíðin var stofnuð sem vettvangur fyrir listamenn sem fjalla um náttúruna og gera tilraunir til að fara handan við mannhverfa sviðslistasköpun.

Á Plöntutíð verða vinnustofur og fjöldi sviðsverka sýnd í óhefðbundnum rýmum víðsvegar um Reykjavík og Kópavog. Dagskránni verður formlega hleypt af stað með gjörningi í streymi fyrir dýr sem heitir ,,Takk fyrir að halda mér á lífi” eftir Wiolu Ujazdowska. Fyrripartur laugardagsins er tileinkaður ungviðinum og tengslaræktun fjölskyldunnar. Hljóðgangan BRUM eftir sviðslistahópinn Trigger Warning fer af stað í Heiðmörk, Plöntuleikhús vinnustofa í Gerðarsafni með Lóu Björk Björnsdóttur stendur frá eitt til þrjú og Unglingurinn í skóginum verður flutt af unglingum leiddum af Ásrúnu Magnúsdóttur í Öskjuhlíð klukkan fjögur. Um kvöldið taka Jakub Ziemann og Yelena Arakelow á móti fólki í matarupplifunarverkinu Kæra Gulrót, fyrirgefðu að ég gleymdi þér í kuldanum. Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Vigfús Karl Sigfússon frumflytja þá hljóðverkið Plöntusnúður fyrir djammþyrstar plöntur í tóma rýminu í Skeljanesi. Á lokadegi hátíðarinnar verður boðið upp á Útþensluferð um Reykjanesið með Mannyrkjustöð Reykjavíkur og Plöntuleikhús í Grasagarði Reykjavíkur. Að lokum gefst forvitnum færi á að fara í æsandi ferðalag í Náttúruhneigð með Írisi Stefaníu Skúladóttur og nálgast jörðina sem elskhuga sinn.

Plöntutíð er styrkt af Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Borgarsjóði Reykjavíkur, Lista- og menningarráði Kópavogs og Barnamenningarsjóði. Takk kærlega!!!

Nánar má lesa um Plöntutíð á plontutid.com.


Ráðstafanir vegna COVID-19

Hátíðin verður haldin með einum eða öðrum hætti og allir viðburðir settir upp með tilliti til sóttvarna og tilmælum almannavarna. Flestir viðburðir fara fram utandyra og áhorfendur eru í litlum hópum fólks sem tengist. Á þeim örfáu viðburðum innandyra og þar sem erfiðara er hægt að viðhalda fjarlægðar takmörkunum verður grímuskylda. Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við plontutid@gmail.com.