Tix.is

Um viðburðinn

Hvernig á að byggja upphækkuð beð? Hversu margar gulrætur vaxa af einu fræi? Kæra gulrót, hvernig líður þér?

Við bjuggum til þéttbýlisgarð í Skeljanesi til að finna svör við þessum spurningum og til að undirbúa persónulegan kvöldverð þar sem komið er fram við grænmetið af virðingu og það fær persónuleikann sinn aftur: Kæra Gulrót, fyrirgefðu að ég gleymdi þér úti í kuldanum.

Sýnt 4. September kl 19:00-20:30 í Tóma rýminu á Skeljanesi.

Viðburður fer fram á ensku.


Aðstandendur eru Jakub Ziemann og Yelena Arakelow.

Jakub Ziemann er kokkur og elskar að matreiða fyrir aðra. Hann hefur reynslu af lókal og sjálfbærum afurðum og nýstárlegri matarupplifun. Hann er lífeðlisfræðingur og hefur áhuga á að samþætta reynslu sína við rauðrófur í tímaflakki.


Yelena Arakelow er samtíma dansari og danshöfundur með aðsetur í Reykjavík. Hún hefur áhuga á tilraunakenndri gjörningalist og er meðlimur Tóma rýmisins í Skeljanesi sem er tilraunasvið fyrir sviðslistir . Hún er áhugamaður um garðyrkju og elskar að dansa við íslenskt grænkál.



---------------------------------------------------------------------------


Plöntutíð er ný sviðslistahátíð sem haldin verður í annað sinn dagana 3. - 5. september næstkomandi. Hátíðin var stofnuð sem vettvangur fyrir listamenn sem fjalla um náttúruna og gera tilraunir til að fara handan við mannhverfa sviðslistasköpun.

Á Plöntutíð verða vinnustofur og fjöldi sviðsverka sýnd í óhefðbundnum rýmum víðsvegar um Reykjavík og Kópavog. Dagskránni verður formlega hleypt af stað með gjörningi í streymi fyrir dýr sem heitir ,,Takk fyrir að halda mér á lífi” eftir Wiolu Ujazdowska. Fyrripartur laugardagsins er tileinkaður ungviðinum og tengslaræktun fjölskyldunnar. Hljóðgangan BRUM eftir sviðslistahópinn Trigger Warning fer af stað í Heiðmörk, Plöntuleikhús vinnustofa í Gerðarsafni með Lóu Björk Björnsdóttur stendur frá eitt til þrjú og Unglingurinn í skóginum verður flutt af unglingum leiddum af Ásrúnu Magnúsdóttur í Öskjuhlíð klukkan fjögur. Um kvöldið taka Jakub Ziemann og Yelena Arakelow á móti fólki í matarupplifunarverkinu Kæra Gulrót, fyrirgefðu að ég gleymdi þér í kuldanum. Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Vigfús Karl Sigfússon frumflytja þá hljóðverkið Plöntusnúður fyrir djammþyrstar plöntur í tóma rýminu í Skeljanesi. Á lokadegi hátíðarinnar verður boðið upp á Útþensluferð um Reykjanesið með Mannyrkjustöð Reykjavíkur og Plöntuleikhús í Grasagarði Reykjavíkur. Að lokum gefst forvitnum færi á að fara í æsandi ferðalag í Náttúruhneigð með Írisi Stefaníu Skúladóttur og nálgast jörðina sem elskhuga sinn.

Plöntutíð er styrkt af Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, Borgarsjóði Reykjavíkur, Lista- og menningarráði Kópavogs og Barnamenningarsjóði. Takk kærlega!!!

Nánar má lesa um Plöntutíð á plontutid.com.


Ráðstafanir vegna COVID-19

Hátíðin verður haldin með einum eða öðrum hætti og allir viðburðir settir upp með tilliti til sóttvarna og tilmælum almannavarna. Flestir viðburðir fara fram utandyra og áhorfendur eru í litlum hópum fólks sem tengist. Á þeim örfáu viðburðum innandyra og þar sem erfiðara er hægt að viðhalda fjarlægðar takmörkunum verður grímuskylda. Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við plontutid@gmail.com.