Tix.is

Um viðburðinn

Kammerhópurinn Cauda Collective, í samstarfi við Ingibjörgu Friðriksdóttur tónskáld, veltir því fyrir sér hvað verður um sköpunarkraftinn í frelsissviptingu og hvernig listamenn hafa í gegnum tíðina skapað frelsi fyrir sköpunarþörf sína í einhvers konar hliðarveruleika á meðan þeir sátu fangavist.

Á þessum tónleikum verða flutt ný og gömul verk sem öll tengjast föngum og frelsi: Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen, sem var saminn og frumfluttur í fangabúðum nasista í Görlitz árið 1941; hluti úr verkinu Coming Together eftir Frederic Rzewski sem byggt er á texta Sam Melville, fanga og eins aðal skipuleggjanda uppreisnarinnar í Attica fangelsinu árið 1971; og frumflutt verður nýtt verk eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur sem byggir á bréfaskriftum bandarísks hermanns í síðari heimsstyrjöld.

 

Efnisskrá:

 

Frederic Rzewski (1938-2021): Coming Together (1971)

Attica

 

Olivier Messiaen (1908-1992): Kvartett fyrir endalok tímans (1941)

Söngur morgunfuglanna

Söngur fyrir engilinn, sem tilkynnir endalok tímans

Hyldýpi fuglanna

Millispil

 

-Hlé-

 

Ingibjörg Friðriksdóttir (1989-): Nýtt verk (2021) Frumflutningur

 

Olivier Messiaen (1908-1992): Kvartett fyrir endalok tímans (1941)

Lofsöngur til eilífðar Jesú

Ofsafenginn dans fyrir lúðrana sjö

Regnbogaglitúði fyrir engilinn sem boðar endalok tímans

Lofsöngur til ódauðleika Jesú

 

Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem leitar út fyrir rammann í tónlistarflutningi sínum. Hlutverki flytjandans er ögrað, hann semur líka tónlist, útsetur, spinnur, vinnur þvert á miðla. Hópurinn leitar nýrra leiða til að túlka gamla tónlist, stundum með hjálp annarra listforma. Einnig er unnið náið með tónskáldum og lögð áhersla á að frumflytja ný tónverk. Hópurinn tekur á sig ýmsa mynd, stækkar og teygir sig í allar áttir, en að þessu sinni eru flytjendur:

 

Grímur Helgason, klarinett

Ingibjörg Friðriksdóttir, söngur

Jane Ade Sutarjo, píanó

Sigrún Harðardóttir, fiðla

Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

 

Ingibjörg Friðriksdóttir, sem þekkt er undir listamannanafninu Inki, lauk meistaragráðu í elektrónískum tónsmíðum og upptökutækni frá Mills College í Kaliforníu. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, en þau hljómað víða í Evrópu og vestan hafs. Verk Ingibjargar liggja oft á óljósum landamærum mynd- og hljóðlistar en þau eru sýnd jafnt á listagalleríum sem og í tónlistarsölum. Árið 2021 gaf hún út sýna fyrstu plötu, Quite the Situation, með útgáfufyrirtækinu Inni Music.