Tix.is

Um viðburðinn

ARG viðburðir í samstarfi við Viking léttöl kynna:

-SKÍTAMÓRALL Í HÖRPU-

Föstudagskvöldið 29. október næstkomandi mun hljómsveitin Skítamórall leika öll sín bestu og vinsælustu lög á stóra sviðinu í Eldborg og lofar stuði og stemningu eins og þeim einum er lagið.

Hljómsveitin gerði allt vitlaust í Eldborg í júní í fyrra og lofa þeir ekki síðri skemmtun núna í ár.

Það eru fá íslensk bönd sem eiga eins magnaða arfleifð og Skítamórall. Lögin, böllin, einkanúmerin, bókin, köflóttu jakkafötin, WV Golf og syrpan er eitthvað sem hver og einn einasti Skímó aðdáandi þekkir og tengir sterkt við.

Hljómsveitin gaf af þessu tilefni nýlega út lagið "Innan í mér" og hefur það náð miklu flugi og vinsældum bæði í útvarpi sem og á helstu streymisveitum.

SKÍTAMÓRALL Í HÖRPU eru tónleikar sem enginn sannur Skímó aðdáandi má láta fram hjá sér fara.

Skítamóral skipa:
Gunnar Ólason, söngur/gítar.
Einar Ágúst Víðisson, söngur/gítar/ásláttur.
Jóhann Bachmann, trommur.
Herbert Viðarsson, bassi.
Gunnar Þór Jónsson, gítar.
Arngrímur Fannar Haraldsson, gítar.