Tix.is

  • 06. ágú. - kl. 21:00
  • 07. ágú. - kl. 21:00
  • 14. ágú. - kl. 21:00
Miðaverð:3.990 kr.
Um viðburðinn

Grínistarnir Þórhallur Þórhallsson og Helgi Steinar mæta aftur til leiks fullhlaðnir af nýju efni eftir Covid baráttuna mikla.

 2 Fyrir 1 er fyrsti uppistandstúr þeirra félaga síðan þeir skemmtu seinast fyrir áhorfendum um allt Kína, þar á meðal í borginni Wuhan í nóvember 2019 – örfáum dögum áður en fyrsta staðfesta smit kom upp þar á bæ. 

Þórhallur er vel kunnugur landsmönnum, ekki bara sem uppistandari og fyrrum sigurvegari Fyndnasti Maður Íslands, heldur einnig sem útvarpsmaður og leikari. 

Helgi Steinar er margverðlaunaður grínisti sem hefur ferðast með uppistand um allan heim, þar á meðal til Rússlands, Úkraínu og Kína. Hann hefur einnig skemmt á Edinborgar Fringe hátíðinni tvö ár í röð og séð um framleiðslu á uppistands-heimildarþáttum.

Þetta verður sýning sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara!