Tix.is

Um viðburðinn
Heima með Helga - VerslunarmannaHelgi í beinu streymi.

Helgi ásamt Reiðmönnum og frábærum gestum, laugardaginn 31 júlí klukkan
21:00.

Boðið er upp á þrjá möguleika til áhorfs - Síminn, Vodafone eða
netstreymi frá Vvenue.

Netstreymi Vvenue
Streymi er hentugt fyrir þá sem ekki eru með myndlykil frá Símanum eða
Vodafone. Þú verslar miða á tix.is og færð kóða og upplýsingar um það
hvernig þú gerir tækið þitt klárt. Með þessum möguleika ættir þú að geta
verið með okkur hvar sem er á Íslandi eða í heiminum.

Síminn
Leið 1, 48 klukkustundum fyrir þátt opnast fyrir leigu beint í gegnum
vod símans í dálk sem kallast viðburðir, það bætist á reikning þinn eins
og þegar þú verslar þér bíómynd. Þá opnast rás 330 á myndlykli, þú veist
að það er allt klárt þegar stillimynd opnast og tónlist er í gangi.

Leið 2, ef þú vilt ganga frá kaupum strax. Verslar kóða á tix.is, ferð
eftir leiðbeiningum sem þér verða sendar eftir miðakaup og rás 330
opnast, tónlist og stillimynd birtist þér og þú veist að allt er klárt.

Vodafone
Hægt er að kaupa beint í gegnum myndlykil Vodafone undir viðburðir á
forsíðu myndlykils. Þegar þú ert búin/n að klára kaup opnast rás 901 -
þar tekur á móti þér skjámynd með tónlist undir. Ath, þú verður að finna
rás 901 í sjónvarpinu, þú færist ekki sjálfkrafa eftir kaup.

Hlökkum til að vera með ykkur heima með Helga.