Tix.is

Um viðburðinn

Gleði- og fjöllistahópurinn Dömur og herra býður þér á sjóðheitt, löðrandi sætt og örlítið sóðalegt búrlesk á sumardagskrá Tjarnarbíós. Hér gefst fullkomið tækifæri til að skyggnast inn í fjölbreyttan heim jaðarlista á Íslandi þar sem á matseðlinum er bæði galsafengið grín og kynþokkafull kæti. Hópurinn samanstendur af listafólki á ýmsum aldri með ólíkan bakgrunn sem deilir ástríðu fyrir því að skemmta sér og öðrum meðfram því að skora staðlaðar hugmyndir um fegurð og þokka á hólm.

Kafuppselt var á sýningu hópsins á Reykjavik Fringe hátíðinni á dögunum svo tryggið ykkur miða í tíma!

Að vanda er sýningin ekki við hæfi áhorfenda yngri en 18 ára eða þeirra sem eru viðkvæmir fyrir fegurð mannslíkamans.