Tix.is

Um viðburðinn

Franskir dagar fagna 25 ára afmæli í ár og er dagskráin heldur betur glæsilegt. Frítt er inn á flesta viðburði en hér er hægt að kaupa á tónleika með Stebba og Eyfa annars vegar og hins vegar á stórdansleik hátíðarinnar með hljómsveitinni Albatross. Hér á neðan má einnig sjá dagskrá hátíðarinnar.

Tónleikarnir með Stebba og Eyfa verða haldnir í Skrúð og mun söngur, gítar og gamansögur einkenna kvöldið eins og þeim félögum einum er lagið.

Sverrir Bergmann og félagar í Albatross munu sjá um stuðið á stórdansleik Franskra daga í ár. Þessir miklu stuðpinnar munu fá alla í Skrúð til að syngja hástöfum; ég er að skemmta mér!

Franskir dagar 2021 - Dagskrá

Þriðjudagur 20. júlí
18:00 Ganga í aðdraganda Franskra daga
Göngufélag Suðurfjarða býður upp á skemmtilega göngu og er um að gera að slást með í för. Genginn verður slóðinn upp á Engihjalla og er mæting við grunnskólann. 

Miðvikudagur 21. júlí
20:30 Þjófstart Franskra daga í boði Gull léttöl
Pöbbkviss í Skrúð. Spyrill og spurningahöfundur er Hjálmar Örn og er aldrei að vita hvaða vitleysu honum dettur í hug. Mætir hvítvínskonan?

 

Fimmtudagur 22. júlí:
16:00 Tour de Fáskrúðsfjörður
Hjólað verður frá Höfðahúsum við norðanverðan fjörðinn. Hægt að fá hjólin ferjuð og verður farið frá grunni Franska spítalans kl. 15:40. Allir keppendur verða að vera með hjálm. 

kl. 19:00 Kenderíisganga og setning Franskra daga
Kenderísgangan er fyrir löngu orðin einn stærsti viðburður hátíðarinnar og eru allir velkomnir. Í göngunni er farið um bæinn og verður ýmislegt á boðstólnum. Mæting við íþróttahúsið. 

21:00 Tónleikar með Stebba og Eyfa í Skrúð
Þá Stebba og Eyfa þarf vart að kynna og munu þeir félagar leiða saman hesta sína eins og þeim einum er lagið. Í Skrúð mun óma söngur í bland við skemmtilegar sögur frá ferlinum. 18 ára aldurstakmark og 3.500 kr inn. Miðasala á www.tix.is og við hurð. Húsið opnar kl. 21.00.

 

Föstudagur 23. júlí:        
16:00 Dorgveiðikeppni
Mæting á Bæjarbryggjunni neðan við Fram. Munið eftir björgunarvestum.

18:00 Kirkjutónleikar með KK
Þessi stórbrotni tónlistarmaður mun sýna listir sýnar eins og honum einum er lagið með lögum og sögum í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Aðgangseyrir aðeins 2.500 kr og verður selt inn við hurð. 

21:00 – 23:30 Brekkutónleikar Franskra daga við Búðagrund
Stórglæsilegir tónleikar sem enda á varðeld og fjöldasöng. Fram koma:
Matti Matt með fjöldasöng
Bríet
KK
og Lalli töframaður
Kynnar verða frændurnir Daníel Geir Moritz og Hafþór Eide Hafþórsson                             

23:30 Flugeldasýning
Björgunarsveitin Geisli skýtur upp glæsilegri flugeldasýningu og verður hún af stærri gerðinni vegna 25 ára afmælis Franskra daga. 

23:59 – 03:00 Skrúðsgleði
Matti verður í roknastuði og flytur lög sem fólk langar að dansa við eða syngja með.
18 ára aldurstakmark. Frítt inn í boði Loðnuvinnslunar. 

Laugardagur 24. Júlí 

10:00 – 11:00 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson
Mæting við Skólamiðstöðina og hlaupið að minnisvarða um Berg, við Búðaveg 36. 

12:00 Helgistund í Frönsku kapellunni
Helgistund á vegum þjóðkirkjunnar og kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi.                      
Franska kapellan er staðsett í frönsku húsaþyrpingunni rétt við Franska spítalann.

13:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum
Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni með þátttöku kaþólsku kirkjunnar á Austurlandi. Lifandi tónlistarflutningur.

Hvetjum fólk til að fjölmenna og þá sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn. Íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi. 

12:30 Blöðrudýrakennsla Lalla töframanns í boði Landsbankans
Lalli töframaður mun kenna krökkum að búa til alls kyns kvikindi og fígúrur úr blöðrum. Kennslan fer fram á hátíðarsvæði á Skólavegi eða í Skrúð. 

13:30 Búningahlaup Latabæjar
Hlaupið er ætlað börnum á öllum aldri og er ætlast til að þátttakendur mæti í skrautlegum klæðnaði. Mætt er við kirkjuna og hlaupið að hátíðarsvæði. Þátttakendur fá glaðning að hlaupi loknu frá Eyjabita. 

14:00 Hátíð í bæ
Stórglæsileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna sem fram fer á Skólavegi. Fram koma:
Íþróttaálfurinn og Solla stirða í boði Sparisjóðs Austurlands
Leikhópurinn Lotta
BMX Brós
Birnir

Veislustjóri verður Lalli töframaður 

Að auki verða hoppukastalar og hægt að spreita sig í kassaklifri.
Í Skrúð verður vöfflusala og markaður. Skráning á markað hjá Ingigerði í s. 8466193. 

17:00 Íslandsmeistaramótið í Pétanque
Spilað er á sparkvelli við Skólamiðstöðina, skráning á staðnum.
Bráðskemmtilegt franskt kúluspil fyrir alla fjölskylduna. 

20:30 – 22:30 Sumarfjarðaball með Birni og Albatross
Fjarðaball í Skrúð fyrir ungmenni fædd 2003 – 2007 með þessum glæsilegu listamönnum. Starfsfólk úr félagsmiðstöðvum í Fjarðabyggð verður á staðnum. Verð: 1.500 kr og er selt inn við inngang. Sömu reglur gilda og á félagsmiðstöðvarböllum og ógildir ölvun miðann.
Rúta frá Neskaupstað leggur af stað frá Verkmenntaskólanum kl. 19.30 og tekur upp farþega á Shell á Eskifirði og Olís Reyðarfirði. Verð í rútu er 1.500 kr. 

23:59 – 04:00 Stórdansleikur Franskra daga
Albatross leikur fyrir dansi á þessum glæsilega dansleik í Skrúð.
Aldurstakmark er 18 ára og verð 3.000 kr. Miðasala á www.tix.is og við hurð. 

Sunnudagur 25. Júlí 

12:00 Í kósýstuði með Guði
Helgistund í Fáskrúðsfjarðarkirkju með léttri tónlist, söng og hugleiðingu. Tilvalið að hittast, þakka fyrir góða helgi og njóta samverunnar. 

13:30 Fjölskyldustund á Búðagrund
Froðurennibraut, hoppukastali og Nerf stríð verður á staðnum.

Frisbígolfmót - skráning á staðnum. Keppendur koma með sína eigin diska. 

16:00 Félagsvist í Glaðheimum.
Síðast en ekki síst spilum við félagsvist. Færð þú bara slagi í nóló? 500 kr þátttökugjald og er innifalið kaffi og með því. 

Eftirfarandi aðilar gera Franska daga að veruleika:
LVF, KFFB, Sparisjóður Austurlands, Gull, Kjörbúðin, Eskja, Landsbankinn, TM, Ice Fish Farm, Fjarðabyggð, AFL, Síldarvinnslan, Orkusalan, Veiðiflugan, Fjarðabyggðarhafnir, Strákarnir okkar, Hampiðjan, Keðjuverkun, Launafl, Sumarlína, Loppa, Íslandsbanki, Tanni-Travel, Mannvit, Terra, Sundlaugar Fjarðabyggðar, ÍS-Travel, Eyjabiti, Nói Síríus.  

Birt með fyrirvara um breytingar