Tix.is

Um viðburðinn

Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 3. júlí til 22. ágúst í sumar. Átta íslenskir organistar sem starfa við kirkjur víða um land leyfa Klais-orgeli Hallgrímskirkju að hljóma á hádegistónleikum frá 3. júlí til 14. ágúst. 

Orgelið hefur skipað stóran sess í tónleika- og helgihaldi kirkjunnar allt frá vígslu þess á aðventu 1992. Á Menningarnótt verður orgelmaraþon fjölmargra organista í kirkjunni en orgelsumrinu lýkur svo með lokatónleikum sunnudaginn 22. ágúst klukkan 17:00.

Tómas Guðni Eggertsson hefur tónleikaröðina þann 3. júlí klukkan 12:00.

Efnisskrá:

1. J.S.Bach: Pièce d’orgue BWV 572

2. J.S Bach: O Mensch, bewein' dein' Sünde groß  BWV 622

3. César Franck: Kórall nr. 3 í a-moll

Tómas Guðni Eggertsson (f. 1974) lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum vorið 1996. Hann hélt til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow, lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Hann lauk einleiksáfanga í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2007 og kantorsprófi í kjölfarið. Aðalkennari hans þar var Björn Steinar Sólbergsson. Tómas Guðni er nú tónlistarstjóri og organisti Seljakirkju. Hann hefur fengið að starfa með ólíkum tónlistarmönnum á borð við Dimitri Ashkenazy, Ólaf Kjartan Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson og Pétur Valgarð Pétursson, og var nú síðast meðleikari Sveins Dúu Hjörleifssonar við flutning Malarastúlkunnar fögru í Tjarnarbíói, sem hlaut tilnefningu til Grímu og Íslensku tónlistarverðlaunanna.


Organ summer in Hallgrímskirkja will take place from July 3rd till August 22nd. Eight Icelandic organists will allow the magnificent Klais-organ of Hallgrímskirkja to sound at lunchtime concerts from the 3rd till the 14th of August. There will be an organ marathon on August 21st during Culture Night and the last concert of the organ summer will take place on Sunday 22nd of August at 17:00.

--------------------------------------------

The first organist of the summer, Tómas Guðni Eggertsson will perform the following programme on July 3rd

1. J.S.Bach: Pièce d’orgue BWV 572

2. J.S Bach: O Mensch, bewein' dein' Sünde groß  BWV 622

3. César Franck: Choral nr. 3 in a-moll


Tómas Guðni Eggertsson (b. 1974) studied the piano at the New Music School in Reykjavík and graduated in 1996. He then studied at the Royal Scottish Academy of Music and Drama in Glasgow, receiving a BA degree in 1999 and finishing his postgraduate studies the following year. Tómas enrolled at the National Church School of Music in Reykjavík in 2003, receiving a performer‘s diploma in 2007 and a cantor‘s degree in 2008. His main teacher was Björn Steinar Sólbergsson. Tómas is the organist and music director of Seljakirkja in Reykjavík, and regularly collaborates with musicians from various sectors, such as clarinetist Dimitri Thor Ashkenazy, bass-baritone Ólafur Sigurdarson, multi-musician David Thor Jónsson and guitarist Peter Valgard Peterson. Tómas's most recent theatre performance is Die Schöne Müllerin with tenor Sven Hjörleifsson.