Tix.is

Um viðburðinn

Athugið: Auk þessa miða þurfa allir hátíðargestir að vera með RVK Fringe armband, sem er ætíð fáanlegt fyrir 1000 kr á netinu eða við hurð. Hátíðararmbandið gildir alla hátíðina og veitir ýmsa afslætti. 

„Við erum villt börn. Lifum á meðal trjánna, drekkum úr ám og tínum ber af runnum. Við sofum undir berum himni. Þegar rignir erum við blaut, þegar sólin skín er húð okkar gullinbrún. Við hlaupum um skóginn, frjáls … Ég er með vöðvabólgu. Sá sem á eftir að millifæra inn á húsfélagsreikningin vegna nýju drenlagnarinnar má endilega gera það sem fyrst, takk. Það eru sígarettustubbar í garðinum og ekki viljum við að börnin í hverfinu fari að jappla á þeim, eða hvað?“

Leikhópurinn Flækja kynnir nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Júlíönu Kristínu Liborius, sýnt á RVK Fringe. Verkið rannsakar togstreituna á milli draumóra og hversdagsleikans.

Leikstjóri: Júlíana Kristín Liborius
Leikarar: Ari Freyr Ísfeld Óskarsson og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir
Hljóðheimur: Áslaug María Dungal