Tix.is

Um viðburðinn

Efnisskrá
Pjotr Tsjajkovskíj - Rómeó og Júlía, fantasíuforleikur
Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 1 
Emilie Mayer - Sinfónía nr. 5

Hljómsveitarstjóri
Anja Bihlmaier

Einleikari
Behzold Abduraimov

Behzod Abduraimov, píanóleikirinn snjalli frá Úsbekistan, kemur nú til landsins í þriðja sinn. Frumraun hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2015 var töfrum líkust, „svo gríðarleg var fingrafimin að áhugamenn um slaghörpuloftfimleika, agndofa á sætisbríkum, máttu fara sáttir í háttinn“, sagði tónleikarýnir Morgunblaðsins. Hér hljómar píanókonsert Beethovens í C-dúr, fullur af æskufjöri enda saminn þegar hann var aðeins 25 ára gamall. 
Á tónleikunum hljómar einnig forleikur Tsjajkovskíjs innblásinn af sögunni um Rómeó og Júlíu, eitt dáðasta verk rússneskrar rómantíkur í tónlist.
Hin Þýska Emilie Mayer er eitt hinna mörgu kventónskálda sögunnar sem gleymist nær algjörlega svo áratugum skipti. Undanfarið hefur hún hlotið þann sess sem hún verðskuldar og verk hennar hljóma æ oftar um allan heim. Mayer samdi meðal annars átta sinfóníur, þrátt fyrir að almenn skoðun í karllægum tónlistarheimi 19. aldar væri sú að konur gætu ekki valdið svo stórum tónlistarformum. Sinfónían sem hér hljómar sýnir svo ekki verður um villst að Mayer gat samið allt eins vel og karlarnir. Hún er damatísk og glæsileg, minnir á Shumann og Mendelssohn en hefur samt sinn eigin, áhugaverða tón.

Anja Bihlmaier er aðalstjórnandi Residentie-hljómsveitarinnar í Den Haah og aðalgestastjórni Sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir túlkun sína á óperum og sinfónískri tónlist, og hefur einstakt lag á að glæða tónverk nýju lífi.

Af óviðráðanum ástæðum þurfti Abduraimov að hætta við að leika píanókonsert Prokofíevs eins og upphaflega stóð til.