Tix.is

Um viðburðinn

Sigga og Grétar úr Stjórninni fara um landsbyggðina í sumar með tónleikana „Láttu þér líða vel?. Efnisval er fjölbreytt og hefur að geyma skemmtilega blöndu af vinsælustu Stjórnarlögunum og lögum af sólóplötum þeirra. Sigga og Grétar eru landsmönnum vel kunnug. Þau hafa unnið og sungið saman í rúm þrjátíu ár og tekið þátt í Eurovision í tvígang fyrir Íslands hönd. Fyrst árið 1990 í Zagreb með lagið „Eitt lag enn” og aftur 1992 í Malmö með lagið „Nei eða já”. Þá tók Sigga í þriðja sinn þátt í Eurovision 1994 í Dublin með lagið „Nætur”. Stjórnin hefur gefið út fjölda hljómplatna, sem margar hverjar slógu í gegn. Nú er nýr sumarsmellur að detta inn, „ Hleypum gleðinni inn”. Lagið er eftir Grétar Örvarsson og höfundur texta er Bragi Valdimar Skúlason.

16. júní Höfn - Hafið
17. júní Eskifjörður - Tónlistarmiðstöðin
30. júní Patreksfjörður - Félagsheimilið
1. júlí Ísafjörður - Edinborgarhusið  
14. júlí Húsavík - Gamli Baukur
15. júlí Húsavík - Gamli Baukur

5. ágúst Þorlákshöfn - Hendur í höfn
12. ágúst Hveragerði - Skyrgerðin