Tix.is

Um viðburðinn

Barokk Jazz - Stefnumót forms og spuna

Það er í eðli listarinnar að leita stöðugt að nýjum snertiflötum, þróa nýjar aðferðir en ekki síður að byggja á eldri grunni. Á þessum tónleikum mætast tvær spunastefnur, jazz og barokk. Þar gefst bæði áheyrendum og hljóðfæraleikurum einstakt tækifæri til að víkka út sjóndeildarhring sinn og upplifa/flytja tónlist, sem við erum að vön að heyra í ákveðnu samhengi, í algjörlega nýjum búningi og aðstæðum.
Verkefnaval þessarar efnisskrár verður einstakt og óvenjulegt. Sótt verður í brunn meistara barokktónlistar, t.d. Bach, Pergolesi, Handel og Purcell, nokkrar af perlum söngtónlistar þess tímabilis færðar í ferskan spunabúning.

Kristjana Stefánsdóttir : söngur
Þórhildur Örvarsdóttir : söngur
Kjartan Valdemarsson : píanó
Eyþór Ingi Jónsson : orgel
Þorgrímur Jónsson : kontrabassi
Pétur Grétarsson : slagverk