Tix.is

Um viðburðinn

Nýsirkussýning undir berum himni
- fyrir fólk á öllum aldri

UM SÝNINGUNA
Allra veðra von er nýjasta sirkussýning Hringleiks - myndræn og hrífandi sýning fyrir áhorfendur á breiðum aldri óháð tungumáli. Spennandi akróbatík, áhætta, grín og glens, ljóðrænar myndir og magnaðir loftfimleikar flétta saman sögur af mönnum og veðri.

"Dásamlega falleg sýning sem öll fjölskyldan getur notið í sameiningu. Alíslenskur nýsirkus er að springa út!" - Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík

"Að vera með öndina í hálsinum af spennu vegna ótrúlegra áhættuatriða og finna svo létti, gleði og undrun þegar sirkuslistamennirnir lenda aftur á jörðinni." - Álfrún Helga Örnólfsdóttir, leikkona

Hringleikur frumsýndi Allra veðra von í Tjarnarbíói í vor og sýnir verkið utandyra víðsvegar um landið í allt sumar.

Allra veðra von hlaut Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2021.


Miðaverð er 3.500 kr.
Ókeypis aðgangur er fyrir börn 5 ára og yngri
Veittur er fjölskylduafsláttur þegar keyptir eru 4 miðar eða fleiri á fullu verði


ATH! BREYTTAR STAÐSETNINGAR


SÝNING Í NESKAUPSTAÐ VERÐUR VIÐ VITANN (EISTNAFLUGSTJALDSTÆÐI)

NÁTTÚRUSÝNING Á AUSTURLANDI VERÐUR VIÐ HAFNARHÓLMA Á BORGARFIRÐI, EKKI VIÐ SKÁLA Í LOÐMUNDARFIRÐIMIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR

• Klæðum okkur eftir veðri, þá njótum við sýningarinnar sem best!

• Gott er að taka með setu eða teppi og annað sem getur stuðlað að notalegri upplifun

• Við mælum með að mæta um 15 mínútum áður en sýning hefst

• Ef breytingar verða vegna óviðráðanlegra aðstæðna verða upplýsingar sendar í tölvupósti til miðahafa

• Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á póstlista Hringleiks og fylgjast með sirkusferðalaginu á instagram.com/hringleikur og facebook.com/hringleikur


Höfundar og leikhópur: Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Thomas Burke, Bryndís Torfadóttir, Nick Candy
Leikstjórn og handrit: Agnes Wild
Búninga- og sviðsmyndahöfundur: Eva Björg Harðardóttir
Tónlist: Sigrún Harðardóttir
Aðstoð við sviðshreyfingar: Juliette Louste
Framleiðsla: Karna Sigurðardóttir og Eyrún Ævarsdóttir

Allra veðra von er unnið af sirkuslistafélaginu Hringleik í samstarfi við Miðnætti leikhús.


NÁMSKEIÐ
Hringleikur býður upp á sirkusnámskeið í tengslum við sýninguna í Grindavík, Reykjanesbæ, Hólmavík, Rifi, Dalvík, Akureyri, Egilsstöðum og í Neskaupstað í samstarfi við sveitarfélögin á hverjum stað. Upplýsingar og skráning á námskeið fer fram á tix.

Skráning og upplýsingar um námskeið á tix.is.

Hringleikur og Allra veðra von ferðast um landið með stuðningi eftirfarandi aðila:

Sóknaráætlun Austurlands

Sóknaráætlun Suðurnesja

Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Sóknaráætlun Vesturlands

Sterkar strandir

Menningarstofa Fjarðabyggðar

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Akureyrarstofa

Menningarhúsið Berg

Grindavíkurbær

Reykjanesbær

Vesturbyggð

Snæfellsbær

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Akraneskaupstaður

Stykkishólmsbær

Hornafjörður

Norðurþing

Austurbrú

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Vatnajökulsþjóðgarður

Verkið er framleitt með styrk frá Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna, Uppbyggingasjóði Austurlands og Reykjavíkurborg í samstarfi við Tjarnarbíó og Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði.