Tix.is

Um viðburðinn

Í tilefni þess að 11 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Búum til börn ætlar hljómsveitin Moses Hightower að halda sérstaka afmælistónleika þar sem hún kemur fram skrýdd silkimjúkum gestaflytjendum sem flestir heiðruðu hana einnig á plötunni á sínum tíma: Óskar Guðjónsson leikur á sax, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og Kjartan Hákonarson á trompet og flugelhorn, og bakraddir syngja Bryndís Jakobsdóttir og Rakel Sigurðardóttir.

Sannkallaðir sparitónleikar þar sem platan góða verður leikin í heild sinni, ásamt feikivel völdum öðrum lögum Mosesar, m.a. af nýjustu plötu þeirra, Lyftutónlist!