Tix.is

Um viðburðinn

Þriggja rétta kvöldverður og einstök kvöldstund þar sem Þorleifur Gukur
tekur á móti gestum. Í þetta skiptið ætlar hann að fá til sín góða gesti, Bríet og
Rubin Pollock. Þau hafa verið að túra um Ísland að kynna nýju plötu Bríetar. En 
þetta eina kvöld ætla þau að skapa einstaka dinner stemningu og spila lög sem
þau elska.

Húsið opnar 18:00 / Borðhald hefjast kl.19:00

Miðaverð 12.590 kr.
Innifalið er Þriggja rétta kvöldverður og miði á tónleika.

Miðaverð 19.590 kr.
Innifalið er Þriggja rétta kvöldverður ásamt vínpörun og miði á tónleika.

Munnhörpu- og fetilgítar leikarinn Þorleifur Gaukur hefur verið einn mest áberandi
'session' spilari Íslands síðustu ár og má heyra hann á lögum með t.d. Kaleo, Bríet, Eyþór
Inga og Lay Low, Ellen Kristjáns, Mugison og Baggalút.

Hann fékk fullan skólastyrk í Berklee College of Music og var einn af 13 nemendum að útskrifast
með 'Artist Diploma', sérstaklega hannað fyrir listamenn sem hafa aflað sér reynslu í
tónlistarbransanum.

Í gegnum árin hefur hann túrað og tekið upp með með tónlistarmönnum eins og Kaleo, Mugison,
Bríet, Baggalút og Club D’elf. Hann hefur einnig spilað með heimsþekktum hljóðfæraleikurum
eins og Darryl Jones, Chuck Leavell, Victor Wooten, Peter Rowan og Sierra Hull.

Í þetta skiptið ætlar hann að fá til sín góða gesti, Bríet og Rubin Pollock. Þau hafa verið
að túra um Ísland að kynna nýju plötu Bríetar. En í þetta eina kvöld ætla þau að skapa
einstaka dinner stemningu og spila lög sem þau elska.
Sérréttaseðill Sjálands


REYKT BLEIKJA OG VÖFFLUR
Yuzu, sýrð agúrka, skyr og bleikjuhrogn

GRILLUÐ NAUTALUND OG SELJURÓT
Blaðlaukur, stökkir jarðskokkar og rauðvínsgljái
*nautalundin er alltaf hægelduð í medium rare 54°C

SÚKKULAÐI OG ÍSLENSK JARÐABER
Súkkulaði brownie, múslí og vanillurjómi