Tix.is

Um viðburðinn

Platan Discovery með franska rafdúóinu Daft Punk er án vafa ein áhrifamesta poppplata síðustu áratuga. Hún kom út árið 2001 og fagnar því 20 ára afmæli á árinu. Hljómsveitin er þekkt fyrir einstaklega vel smíðaðar arpeggíur og hljóðsömpl og má kalla Discovery eitt helsta flaggskip sveitarinnar á löngum og farsælum ferli. Sveitin hætti í lok árs 2020 og því er við hæfi að staldra við og heiðra sveitina, plötuna og stefnuna. Franskt rafpopp er einstakt á heimsvísu en sé litið nær má greina sterk áhrif úr orgeltónlist Frakka, en orgelið er jú afi hljóðsynthans (hljóðgervilsins). Hér gefst einstakt tækifæri til að hlusta á plötuna Discovery endurútsetta fyrir orgel, þar sem organistinn Kristján Hrannar Pálsson leikur plötuna í gegn, lag fyrir lag, á kirkjuorgel Laugarneskirkju, Daft Punk aðdáendur mega ekki missa af þessu einstaka tækifæri.