Tix.is

  • 16. jún. - kl. 20:30
  • 16. jún. - kl. 20:30
Miðaverð:3.900 kr.
Um viðburðinn

Uppselt er á tónleikana en þú getur verið með okkur í beinni frá Eldborgarsal Hörpu í gegnum Sjónvarp Símans, Vodafone eða netstrymi, þú velur þá leið sem hentar þér best. 

Hér að ofan kaupir þú miða með kóða til að virkja í myndlykli Símans eða fyrir netstreymi hjá Vvenue - mundu að velja réttan miða. 
Hjá Vodafone verslar þú beint í gegnum myndlykil.

Hér er hlekkur á nánari tæknilegar upplýsingar fyrir hvert og eitt viðmót í streymi.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Bubbi ásamt hljómsveit og góðum gestum í Hörpu þann 16 júní.

Í tilefni af útgáfu plötunnar – Sjálfsmynd, ætlar Bubbi Morthens að halda tónleika í Eldborg miðvikudaginn 16 júní kl 20:30

Ásamt því að flytja lög af plötunni ætlar Bubbi að stikla á stóru í lagavali ásamt hljómsveit, kór og frábærum gestum. Framundan eru tónleikar, ólíkir öðrum sem Bubbi hefur gert í langan tíma og hlakkar hópnum mikið til að hitta ykkur í Eldborgarsal Hörpu.

Fram koma:

Bubbi Morthens

Sérstakir gestir:
Bríet
GDRN

Hljómsveitastjóri: Guðmundur Óskar Guðmundsson

Kór: Aurora

Kórstjóri: Sigríður Soffia Hafliðadóttir.

Góða skemmtun.