Tix.is

Um viðburðinn

Lokatónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur 2021 eru sannarlega ekki af verri endanum!

Los Bomboneros tefla hér fram heilli latín-stórsveit með eigin útsetningum á tónsmíðum Daníels Helgasonar ásamt eldheitum ópusum frá Suður- og Mið-Ameríku í anda kúbanska stórsveitagoðsins Benny Moré. Los Bomboneros er kvartett sem hefur verið starfandi frá 2016 við góðan orðstír og leikur tónlist af Suður-Amerískum toga fyrir bæði sitjandi áheyrendur og dansandi. Kvartettinn skipa Alexandra Kjeld (bassi og söngur), Daníel Helgason (tres og gítar), Kristofer Rodriguez Svönuson (slagverk) og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna og fiðla). Kvartettinn hefur í tvígang staðið fyrir stórsveitarsamstarfi á hinu árlega stórsveitarmaraþoni Stórsveitar Reykjavíkur undir hljómsveitarstjórn Sigrúnar, en að þessu sinni verður boðið til veglegrar salsa- og cumbiuveislu í tónlistarmusteri Íslendinga, Hörpu. Búast má við breiðri litapallettu af kraumandi tónlist Suðursins og eru gestir hvattir til að halda hvorki aftur af mjaðmahnykkjum né framíköllum.

Þetta verður partý sem þú vilt ekki missa af.

LOS BOMBONEROS Y SUS BOMBASTICOS - FLYTJENDUR:

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir : hljómsveitarstjóri
Daníel Helgason : gítar / tres
Alexandra Kjeld : bassi / söngur
Kristofer Rodriguez Svönuson : slagverk
Magnús Trygvason Eliassen : slagverk
Matthías MD Hemstock : slagverk
Eiríkur Orri Ólafsson : trompet
Elvar Bragi Kristjónsson : trompet
Jóhannes Þorleiksson : trompet
Ragnhildur Gunnarsdóttir : trompet
Ingi Garðar Erlendsson : básúna
Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir : básúna
Stefán Ómar Jakobsson : básúna
Heimir Ingi Guðmundsson : bassabásúna
Helgi R. Heiðarsson : saxófónn
Sólveig Morávek : saxófónn
Sölvi Kolbeinsson : saxófónn
Tumi Árnason : saxófónn
Rósa Guðrún Sveinsdóttir : baritónsaxófónn