Tix.is

Um viðburðinn

Svaneborg Kardyb (DK)

Danska dúóið Svaneborg Kardyb hefur tvær mjög sterkar hliðar: sannfærandi lifandi flutning og þéttan hljóm á plötum sínum. Fyrsta plata þeirra, sem ber titilinn Knob, kom út í mars 2019. Platan var útnefnd plata vikunnar í danska útvarpinu og fékk auk þess tvenn verðlaun á dönsku tónlistarverðlaununum. Einnig fékk dúettinn verðlaun fyrir lifandi tónlistarflutning á JazzKonkurrencen 2019 (sem mætti segja að séu nokkurs konar Músíktilraunir fyrir jazztónlistarfólk í Danmörku).

Píanistinn Nikolaj Svaneborg og trommarinn Jonas Kardyb semja báðir tónlist dúettsins en hún er mínímalísk andrúmstónlist. Að sögn dúettsins varð hún til "yfir kolsvörtum kaffibolla í fyrstu skímu bládögunar".

Þessir tónleikar eru hluti af NORDIC JAZZ COMETS verkefninu.

Nikolaj Svaneborg : Wu¨rlitzer, hljóðgervill, píanó
Jonas Kardyb : trommur, slagverk

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Kadi Vija Key Project (FI)

Kadi Vija Ley Project er ferskur og frumlegur hópur jazztónlistarfólks sem leiddur er af finnsku/eistnesku jazzsöngkonunni Kadi Vija. Hópurinn leitast við að skapa tónheim sem er mjúkur en hljómmikill, lágstemmdur en hrífandi, hljóm sem staldrar við í huga hlustandans en lætur hann um leið langa til að heyra meira.

Óhefðbundinn söngstíll Kadi Vija er undir áhrifum frá hljóðfæratónlist (e. instrumental music) og spunatónlist, hugarflæði og óhlutbundinni hugsun. Tónlistin sækir innblástur frá módernisma ásamt jazz- og kvikmyndatónlist. Þessi kvartett, sem hefur á að skipa óvenjulegri samsetningu hljóðfæra í rödd, bassaklarinett, gítar og trommum, gaf út sína fyrstu plötu í maí 2020 og ber hún titilinn Roaming In The Contemporary Society To Make Peace.

Þessir tónleikar eru hluti af NORDIC JAZZ COMETS verkefninu.

Kadi Vija : rödd
Max Zenger : bassaklarinett
Tuomo Dahlblom : gítar
Tuomas Timonen : trommur